IceSilk er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2019 af Signýju Gunnarsdóttir. Fyrirtækið sér um ræktun á silkiormum og vinnslu á afurðum silkiormsins.

Hugmyndin um að prufa silkiræktun á Íslandi spratt upp í kjölfar BA ritgerðarskrifa um sama efni. Verkefni var búið til í kringum hugmyndina og naut það styrkja frá Átaki til Atvinnusköpunar, styrktarsjóði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Uppbyggingarsjóði Vesturlands, styrktarsjóði Samtaka Sveitafélaga á Vesturlandi. 

Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá Rannsóknarstöð í silkiræktun í Búlgaríu, Experimental Station in Sericulture Vratsa, og þá sérstaklega Dott. Prof. Panomir Tzenov

Hver erum við?